
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni sem handtekinn var í eldsvoða á Kirkjuvegi 11 á Selfossi í nóvember á síðasta ári. Par lést í brunanum en maðurinn er ákærður fyrir manndráp en fyrir manndráp af gáleysi til vara.
Það er Rúv sem greinir frá þessu en maðurinn var handtekinn skömmu eftir að eldurinn kom upp og settur í gæsluvarðhaldi þar sem hann dvelur enn.
Kona sem einnig var handtekinn eftir að eldurinn kom upp hefur verið jákærð fyrir að hafa ekki gert það sem í hennar valdi stóð til þess að afstýra eldsvoða, að því er fram kemur í frétt Rúv um málið.
Source: Nútíminn