
Hálfdan Steinþórsson, eiginmaður Erlu Björnsdóttur einnar af helstu svefnsérfræðingum landsins tók þátt í vökutilraun fyrir sjónvarpsþáttinn Lifum lengur undir handleiðslu eiginkonu sinnar og vakti samtals í 42 klst. Í þættinum er fylgst með því hvernig svefnleysið hefur áhrif á Hálfdan eftir því sem líður á vökuna.
Sjá einnig: Helga Arnardóttir sér um nýja heimildarþætti í Sjónvarpi Símans
Fram kemur í þættinum að það að taka vökunótt ætti aldrei að vera talinn sjálfsagður hlutur því ein slík getur valdið bólgu- og hormónabreytingum í líkamanum.
Lifum lengur, er nafn átta heimildarsjónvarpsþátta í umsjón Helgu Arnardóttur sjónvarpskonu sem sýndir eru hjá Sjónvarpi Símans Premium. Þættirnir fjalla um heilsu á mannamáli út frá vísindalegu sjónarhorni. Sjáðu brot úr þættinum hér að neðan.