
Það er komið að Twitter pakka vikunnar hér á Nútímanum og að vanda er sannkölluð veisla á boðstólnum.
Nýju nágrannar okkar eru Kínverjar. Í kvöld buðum við þeim í mat. Ég sagði við konuna að ég ætti að vanda mig við hrísgrjónin, ekki vildi ég gefa þeim léleg hrísgrjón. Hún sagði það væri rasismi. Nú stend ég inni í eldhúsi að reyna að gera vond hrísgrjón svo ég sé ekki rasisti.
— Braig David (@bragakaffi) October 19, 2019
Ég: “af hverju komstu ekki í gær?”
Vinur: “Kamilla, við vorum saman í allt gærkvöld. Ég kvaddi þig fallega í eftirpartýi í morgun”
-fólk alltaf að blackout-shame-a— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) October 19, 2019
Ég er 28 ára og ég hef ekki hugmynd hvað ‘léttar veitingar’ þýðir. Verður matur eða bara drykkir? Mikill eða lítill matur? Áfengi?
— Arnór B. Svarfdal (@arnorbs) October 19, 2019
Fannst ég hafa skvísað mig upp. Stjúpsyni mínum fannst ég eins og fínn sjóræningi.
I’ll take it. pic.twitter.com/u5dxUaTQL7— Anna Guðjónsdóttir (@annagaua) October 19, 2019
Siggi 5 ára horfir á auglýsingu fyrir pabbahelgar. “Hvað þýðir fokkaðu þér?”
Svenni, fljótur að hugsa: “Hann sagði þvottavél!”— Þórhildur Ólafsd (@thorhildurolafs) October 19, 2019
vikuna sem pabbi minn hélt upp á fimmtugsafmælið sitt var tilboð á aha á gistingu á centrum hótel og löng saga stutt, þau mamma voru að gista þar í fjórða sinn síðan í lok ágúst.
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) October 19, 2019
„Tanja! Það sést í punginn á mér á þessari mynd!” er ekki það sem þú vilt heyra eftir að þú sendir sæta mynd af dóttur þinni í baði með pabba sínum á allar ömmurnar og afana.
— Tanja Rún Kristmanns (@tanjarunk3) October 19, 2019
Það sem er næs við að flytja úr miðbænum í Hlíðarnar er að núna er hundurinn minn ekki lengur alltaf að borða ælu sem hún finnur heldur bara croissant og eitthvað næs.
— Hildur (@hihildur) October 19, 2019
Hvað heitir aftur ættbálkurinn á Selfossi sem fann upp træbaltattú?
— Braig David (@bragakaffi) October 19, 2019
það jafnast ekkert á við að setjast í kalda pottinn, hugleiða aðeins og byrja síðan daginn með alveg pínulítið typpi
— arnar (@arnarfreir) October 19, 2019
þegar ég segi fólki að ég sé íslenskunemi verður það alltaf svo stressað yfir því að ég fari að leiðrétta málvillurnar þeirra.
Ég geri það reyndar stundum en það er ekki af því ég er íslenskunemi, það er af því ég er leiðinlegur.
— Bjarki (@BjarkiStBr) October 18, 2019
Játning
Ég var búinn að fara í gegnum nokkur jakkaföt áður en ég lærði að það þyrfti að spretta upp vösunum.Allir þessir ónotuðu vasar. Þetta er þyngra en tárum taki.
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) October 18, 2019
Ég og kisi vorum að kúra og kæró hringdi.
É: *hvísla* Halló?
M: varstu sofandi?
É: *hv* nei Hugo er sofandi
M: … Já OK þegar hann sefur þá hvíslaru en þegar ég sef þá bara HALLÓ YES HOW CAN I HELP TODAY— Karólína (@LadyLasholina) October 18, 2019
Sushi social, amma horfir á mömmu með tárin í augunum.
Ertu búin að borða þetta græna?
Ekkert wasabi á disknum hennar lengur
— Tóta (@stelpurofan) October 18, 2019
Þurfti að senda tölvupóst á landlæknisembættið út af mistökum sem ég gerði við skráningu. Í kjölfar þess þurfti ég svo að senda þennan póst. pic.twitter.com/7MgQEviswV
— Margrét Arna (@margretviktors) October 18, 2019
Neinei Helgi Björns var að fara héðan úr hljóðveri bara og ég hérna, ég semsé kveð hann með orðunum „heiður að fá að spjalla við þig kæri herra”
??????????
— Lævísa Rut (@lovisarutk) October 18, 2019
mamma er að fokking grilla mig hérna pic.twitter.com/uo1907mS99
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) October 18, 2019
Háskóli Íslands í búð sem selur stóla: Já má ég fá að prófa óþægilegustu stólana sem þið eruð með? Já þessi er fyrirtak, ég fæ þessa!
— Færeyja (@solarsalinn) October 18, 2019
Pabbi minn hefur átt sömu skófluna í 17 ár, hann hefur skipt um skaptið 4 sinnum og hausinn 2 sinnum
— Sævar Ingi Rùnarsson (@saebbirunars) October 18, 2019
Fór óvenju fínt klæddur með yngri dóttur mína í skólann áðan þar sem ég er á leið í jarðarför á eftir. Börnin spurðu mig ítrekað hvort ég væri bæjarstjórinn. Ákvað að segja bara já.
— Siggeir F. Ævarsson (@siggeirslayer) October 18, 2019
svona hefjast allir morgnar 🙄 pic.twitter.com/H01bwlsTym
— Berglind Festival (@ergblind) October 18, 2019
Keypti miða á Scooter fyrir mig, systur mína og vinkonu mína í djóki þegar ég var full.
Dýrt djók.— 🔆Heiðdís🔆 (@BirtaHei) October 18, 2019
Ég ætla að drunk dial-a og/eða texta alla gaura sem ég hef deitað á laugardaginn. Eina sem ég hef saknað síðan ég hætti að drekka og ætla bara að láta þetta eftir mér þó ég verði edrú.
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) October 17, 2019