Quantcast
Channel: Fólk – Nútíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880

Blaðamaður fékk hjartaáfall á Airwaves og nú ætla tónlistarmenn að safna fyrir hann peningum

$
0
0

Slóvakíski blaðamaðurinn Juraj Kušnierik liggur þungt haldinn á Landspítalanum eftir að hafa fengið hjartaáfall á síðastliðinn sunnudag. Juraj kom til landsins til að fara á Iceland Airwaves eins og hann hefur gert mörg undanfarin ár.

Juraj hefur gengist undir tvær erfiðar aðgerðir síðan á sunnudag. Hann hefur um árabil verið mikill áhugamaður um íslenskt tónlistarlíf og kynnt tónlist í heimalandi sínu og víðar. Hann hefur skrifað fjölda greina um íslenska tónlist í blöð og tímarit og gefið út bókina Hubda Ostrova sem fjallar um íslenskt tónlistarlíf.

Þá er hann einn af aðalskipuleggjendum Pohoda-tónlistarhátíðarinnar þar sem fjölmargir íslenskir tónlistarmenn hefur komið fram, fyrir hans tilstilli, á undanförnum árum.

Fjölmargir tónlistarmenn koma fram á tónleikum til styrktar Juraj fjölskyldu hans á þriðjudaginn í næstu viku. Í tilkynningu frá þeim kemur fram að Juraj hafi myndað sterk vinabönd við fjölda íslenskra tónlistarmanna sem nú vilja þakka fyrir sig.

Á tónleikunum koma fram:

Bogomil Font og Flís
Kippi Kaninus
Milkywhale
Sin Fang
Sóley

FM Belfast DJs
Ghostigital DJs

Tónleikarnir fara fram á skemmtistaðnum Húrra við Naustin í Reykjavík. Plötusnúðar hefja leik um klukkan 20 og fyrsta hljómsveit stígur á svið hálftíma síðar. Miðaverð er 2.000 krónur en jafnframt verður tekið við frjálsum framlögum.

Fyrir þau sem ekki hafa tök á að mæta á þriðjudaginn en vilja leggja sitt að mörkum er bent á bankareikning sem stofnaður hefur verið fyrir söfnunina: 0338-26-030824 kt. 250780-3039

 
Source: Nútíminn

Þessi frétt Blaðamaður fékk hjartaáfall á Airwaves og nú ætla tónlistarmenn að safna fyrir hann peningum birtist fyrst á Nútíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880