
Breska dagblaðið The Guardian greindi frá nýju vinnuheiti kvikmyndarinnar um James Bond. Myndin mun bera vinnuheitið Shatterhand og verður þetta síðasta Bond-mynd leikarans Daniel Craig. Fjölmiðlar og áhugamenn á netinu velta fyrir sér næsta arftaka og hefur Nútíminn tekið saman líklegustu leikarana til að túlka breska njósnarann.
Cillian Murphy
Írski leikarinn Cillian Murphy hefur slegið í gegn í þáttaröðinni Peaky Blinders sem Tommy Shelby, höfuðpaur gengis í Birmingham. Samkvæmt fréttaveitunni Express eru stærstu veðbankarnir sammála um að Cillian Murphy sé líklegasti arftakinn.
Daily Edge birti nýlega lista yfir helstu ástæður þess að Cillian Murphy yrði frábær James Bond.
Idris Elba
Twitter sprakk þegar orðrómur fór á kreik að Idris Elba væri líklegur til að leika næsta James Bond. Leikarinn hefur neitað öllum orðrómum en er þó í miklu uppáhaldi hjá netverjum.
Idris Elba sem næsta James Bond jà takk #oskarinn
— Heiðrún María (@heidrunm85) February 23, 2015
Hey þúst komið í mig en ég væri fkn mikið til í að sjá Idris Elba sem James Bond
— Jónas Már (@JTorfason) January 2, 2015
Tom Hardy
Fyrrum Bond-leikarinn Pierce Brosnan sagðist vilja Tom Hardy sem næsta Bond í viðtali við The Sun. Express tilkynntu hann líka sem næsta Bond í aprílgabbi og var Tom Hardy fljótur að svara gríninu.
Tom Hiddleston
The Sun voru á því máli að hjartaknúsarinn og Marvel-leikarinn Tom Hiddleston væri einn sá líklegasti til að leika næsta James Bond. Sumir vilja þó meina að hann væri betur settur sem elskandi njósnarans í mynd með Idris Elba.
do yall wanna hear a fucking concept? idris elba as the new james bond and tom hiddleston not only as his sidekick but also as his love interest UWU pic.twitter.com/EjUI9kb8Z4
— giulia (@twinkloki) August 1, 2018
Richard Madden
Skoski leikarinn Richard Madden er einn heitasti leikarinn í dag en hann er þekktur fyrir að hafa leikið Rob Stark í Game of Thrones þáttaröðinni. Einn af framleiðendum Bodyguard gaf í skyn í viðtali hjá Daily Mail að Madden myndi ekki snúa aftur til að leika í annarri þáttaröð. Ástæða þess væri hugsanlegt hlutverk í kvikmyndinni um njósnarann James Bond.