
MHz Networks hefur keypt sýningarréttinn á þáttaröðinni Venjulegt fólk, sem mun fara í dreifingu í Bandaríkjunum. Þetta er frjáls og óháður fjölmiðill sem hefur sýnt talsvert af efni sem kemur utan Bandaríkjanna. Þetta kom fram á vef Mbl.
En þáttaröðin hefur fengið frábærar viðtökur hér heima í Sjónvarpi Símans.
„Þetta er mikil viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð en áhugi fyrir efni frá Norðurlöndunum hefur aukist stórkostlega á undanförnum árum,“ segja aðstandendur þáttanna í fréttatilkynningu.
Með aðalhlutverk í þáttunum fara þær Vala Kristín, Júlíana Sara, Hilmar Guðjónsson og Arnmundur Ernst. Vala og Júlíana skrifa þættina ásamt Dóra DNA og Fannari Sveinssyni en hann leikstýrir einnig þáttunum. Það er Glassriver sem framleiðir þættina í samstarfi við Símann en fyrirtækið er í eigu Baldvinz Z., Harðar Rúnarssonar, Arnbjargar Hafliðadóttur og Andra Ómarssonar.