
Nútímafólk er nýr þáttur á Nútímanum. Fyrsti þátturinn fer í loftið í fyrramálið og í honum verður fjallað um fyrirsætuna Arnu Báru Karlsdóttur. Arna Bára hefur meðal annars setið fyrir í mexíkóska Playboy og keppt þar um titilinn Playmate of the Year.
Sjáðu brot úr þættinum hér fyrir ofan.
„Það eru allir venjulegir. Þegar fólk horfir á mynd af mér þá er það eins og listaverk af mér. Þetta er ekkert ég. Ég er ekki á myndinni,“ segir Arna Bára í þættinum.
Við fáum að kynnast henni betur í Nútímafólki, sem eru stuttir vefþættir sem fjalla um allskonar fólk — aðeins hér á Nútímanum.
Næsta myndband ▶️ Þorgrímur safnar peningum fyrir Barnaspítala Hringsins, handskrifaði heila bók
Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!
Þessi frétt Nútímafólk hefur göngu sína á Nútímanum, Playboy-fyrirsætan Arna Bára í fyrsta þætti birtist fyrst á Nútíminn.