
Almar Atlason, 23 ára myndlistarnemi, ætlar að dvelja nakinn í glerkassa í Listaháskóla Íslands í viku. Verkefnið er hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla en hann er á fyrsta árinu sínu í LHÍ. Fylgstu með Almari hér fyrir neðan.
Þegar þetta er skrifað fylgjast tæplega 900 manns með Almari sem gekk örna sinna í kassanum fyrr í dag. Á Twitter hefur umræða skapast um uppátækið og er kassamerkið #nakinníkassa notað til að halda utan um umræðuna.
@heidafinnboga ég get ekki hætt að horfa á #nakinníkassa …
— Ragnheiður Kristín (@heidafinnboga) November 30, 2015
ég var að horfa á mann kúka í poka. #nakinníkassa
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) November 30, 2015
Hægt er að fylgjast með Almari hér fyrir neðan.
Þessi frétt Mörg hundruð manns fylgjast með allsberum pilti í kassa, gekk örna sinna í kassanum birtist fyrst á Nútíminn.