Auðunn Blöndal, einn þekktasti fjölmiðlamaður landsins, á von á barni með kærustunni sinni henni Rakel Þormarsdóttur. Auðunn, eða Auddi blö eins og hann er kallaður tilkynnti fréttirnar á Instagram og facebook um daginn og flæða nú inn hamingjuóskirnar. Rakel og Auður hafa verið saman í rúmt ár.
Auðunn Blöndal og Rakel Þormarsdóttir eiga von á barni!
Madonna og Quavo með sjokkerandi atriði í Eurovision
Söngkonan Madonna og rapparinn Quavo voru með ótrúlegt atriði eftir keppnina. Í lok atriðisins tókust í hendur dansarar með fána Ísraels og Palestínu á bakinu og létu Madonna og Quavo sig falla af sviðinu. Atriðið endaði með stórum stöfum “WAKE UP”.
Ekki er vitað hvort að leyfi hafi verið gefið fyrir atriðinu. Atriðið er greinilega ætlað til að vekja athygli á Ísrael-Palestínu deilunni.
Íslendingar ósáttir með stigin frá dómnefndum: „Hatrið hefur sigrað“

Stigagjöfin á lokakvöldi Eurovision í ár er nú í fullum gangi. Verið er að kynna stigin frá dómnefndum landa í Evrópu og þegar þetta er skrifað hafa dómnefndirnar ekki gefið Höturum mörg stig. Íslendingar á Twitter eru óánægðir en stigin úr símakosningunni eru enn eftir.
Sjá einnig: Madonna og Quavo með sjokkerandi atriði í Eurovision
Svíar og Norðmenn dauðir fyrir mér!!! #12stig
— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 18, 2019
Ekkert stig frá Norðmönnum. Þetta er fært til bókar. Er búinn að unfollowa ferðamálastofu Lofoten-eyja á Instagram, mun ekki horfa á næstu seríu af Skam og ekki fljúga aftur með Norwegian. #12stig
— Þorbjörn Þórðarson (@thorbjornth) May 18, 2019
Gleðin tekur enda. Enda er hún blekking.
Svikul tálsýn. #12stig pic.twitter.com/gJajWQ4w3Q
— Atli Fannar (@atlifannar) May 18, 2019
Fyrst þriðji orkupakkinn (?!) – og svo þessar dómnefndir. Er hatrið að sigra og Evrópa að hrynja? #12stig
— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 18, 2019
Fólk er ekki tilbúið í hatrið, skellur #12Stig
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) May 18, 2019
Þetta er jury votes. Fáið ykkur sígó íslendingar og slakið á!
BDSM fyllibyttu atkvæðin eiga eftir að detta inn!
— Egill Einarsson (@EgillGillz) May 18, 2019
Núll stig frá Noregi. Hatrið hefur sigrað #12stig
— Atli Fannar (@atlifannar) May 18, 2019
PewDiePie heldur með Íslandi í kvöld: „Eina landið sem á skilið að vinna“

Youtube-stjarnan PewDiePie er mikill stuðningsmaður Hatara ef marka má tíst hans í kvöld. Svíinn sem heitir réttu nafni Felix Kjellberg er einn vinsælasti Youtube-ari heims en hann er á því að Ísland sé eina þjóðin sem á skilið að vinna Eurovision í ár.
Sjá einnig: Íslendingar ósáttir með stigin frá dómnefndum: „Hatrið hefur sigrað“
Um 96 milljónir manns fylgja honum á Youtube en um 18 milljónir á Twitter þar sem hann birti færslu þar sem stendur: „Eina þjóðin sem á skilið að vinna Eurovision er Ísland.“ Færslan hefur þegar fengið 24 þúsund like.
Iceland is the only worthy winner tonight #Eurovision
— ƿ૯ωძɿ૯ƿɿ૯ (@pewdiepie) May 18, 2019
Hatarar héldu á Palestínufánanum þegar atkvæði Ísland voru tilkynnt

Hatarar luku keppni í Eurovision í kvöld með 234 stig, það er ljóst að Hatarar vinna ekki keppnina en þeir vöktu svo sannarlega athygli þegar atkvæðin þeirra voru tilkynnt. Meðlimir hópsins héldu á fánum til stuðnings Palestínu þegar myndavélarnar snerust að þeim eftir að atkvæði Íslands úr símakosningunni voru tilkynnt.
Hatarar hafa í gegnum keppnina lýst yfir andstöðu sinni við hernám Ísraela í Palestínu en margir voru á því að hópurinn væri þó ekki að gera nóg og biðu eftir bombu. Þarna kom bomban!!
FUCKING SNILLINGAR ❤️ HATARI #12stig
— Máni Pétursson (@Manipeturs) May 18, 2019
Boom.
— Logi Pedro (@logipedro101) May 18, 2019
Ok. Sprengja. Vel gert.
— Emmsjé (@emmsjegauti) May 18, 2019
Hatari í 10. sæti, heiðarleg samkeppni?
Eitt umdeildasta atriði Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2019, hatrið mun sigra, hefur nú lokið atriði sínu fyrir hönd Íslands og er öll þjóðin stolt af okkar framlagi. Þrátt fyrir örlitla tæknilega örðugleika stóð Hatari sig með glæsibrag en atriðið hefur notið gríðarlegra vinsælda meðal evrópubúa (og Ástrala). Ísland endaði í 10. sæti sem er hrikalega vel gert!
Kenningar segja að Ísrael hafi vísvitandi unnið gegn Íslenska atriðinu með því að valda truflunum í hljóðkerfinu. En Hatari dró upp fána Palestínu þegar stig Íslands voru tilkynnt úr atkvæðakosningunum og internetið hefur sprungið!!
Til hamingju Hatari! Til hamingju Ísland!
Starfsmenn í Ísrael reyndu að taka Palestínufánana af Höturum

Hatarar héldu Palestínufánanum á lofti þegar myndavélarnar beindust að þeim eftir að stig Íslands voru tilkynnt í Eurovision í kvöld. Atvikið hefur vakið gífurlega athygli. Einar Stefánsson, betur þekktur sem trommugimpið í Hatara, birti myndband á samfélagsmiðlum þar sem meðlimir hópsins eru beðnir um að afhenda fánana.
Sjá einnig: Hatarar héldu á Palestínufánanum þegar atkvæði Ísland voru tilkynnt
Hér að neðan má sjá myndbandið
KAN CAME TO ICELAND TO GET THE FLAGS, BUT THEY COULDN’T STOP THEM. THANK YOU HATARI. 🇮🇸 #EUROVISION pic.twitter.com/moT31HRwEe
— 𝐏𝐚𝐩𝐩𝐚𝐠𝐚𝐥𝐥𝐢 ⚙️🇮🇸 (@pappagalIi) May 18, 2019
Hérna eru öll bestu og fyndnustu tíst vikunnar sem tengjast Eurovision ekki neitt

Eurovision hefur átt athygli okkar allra í vikunni en það var þó nóg annað að gerast. Í vikulega Twitter pakkanum má finna öll bestu og skemmtilegustu tíst vikunnar sem tengjast Eurovision ekki neitt.
"Hvernig kynntistu makanum þínum?" pic.twitter.com/JGtrVGJH4F
— 𝔐𝔞𝔯𝔦𝔞 𝔊𝔲𝔡𝔧𝔬𝔥𝔫𝔰𝔢𝔫 (@Mariatweetar) May 18, 2019
Í sims geta konur ekki orðið óléttar ef þær vilja það ekki. Það er heldur ekki hægt að nauðga í sims og ég get deletað öllum sem eru leiðinlegir. Þar er líka alveg jafn auðvelt fyrir kk og kvk að komast í valdastöður.
Í sims er lífið auðvelt og þessvegna ætla ég bara að búa þar— Elín Jósepsdóttir (@elinjoseps) May 18, 2019
Hlutir með vont fanbase:
1. Liverpool
2. Rupauls drag race
3. Metallica
4. Ísraelsríki
5. Rick and morty— Siffi 🙂 (@SiffiG) May 18, 2019
Mèr fannst ekki erfitt að taka ákvörðun um þungunarrof; hún var rètt, hún var mín og èg þarf ekki að lista neinni sèrstakri ástæðu fyrir því.#youknowme
— Eva Brá Önnudóttir (@eva_bra) May 18, 2019
Hefði ég vitað að sónarmynd fengi yfir 7000 likes á Insta væri ég 4 barna faðir að minnsta kosti! Takk fyrir kveðjurnar.
— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 18, 2019
Tinder er dásamlegur miðill. pic.twitter.com/2YIPieQ7TZ
— Iðunn (@idunn89) May 17, 2019
Það er sem sagt siðlegt að kalla konur húrrandi klikkaðar kuntur en ekki siðlegt að benda á sjálftöku á fé? Er ég að skilja þetta rétt?
— Erlendur (@erlendur) May 17, 2019
Ekkert að frétta hérna hjá Hvalfjarðargöngunum. Ætti ekki að vera komið upp vapeshop á þessum tímapunkti? pic.twitter.com/UdzOq5qZ25
— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) May 17, 2019
Það þarf ekkert að bæta ímynd Alþingis. Það þarf að bæta Alþingi.
— Helgi Hrafn G. (@helgihg) May 17, 2019
Ef ég fengi eina ósk þá myndi ég óska mér að ég gæti breytt fólki í rækjur. Ég myndi byrja á nokkurum góðum alþingismönnum, fara svo á fund repúplikana í usa og bara rækja rækja rækja rækja rækja rækja rækja rækja.
— Helga Dögg (@DoooHelga) May 17, 2019
Jæja á rúmum klukkutíma hefur nágrönnunum fyrir neðan mig tekist að:
1. stunda hávært kynlíf
2. rífast, skella hurðum og hætta saman held ég?
3. BLASTA Perfect með Ed Sheeranklukkan er btw hálf 2 á föstudegi
— Aðalsteinn (@MainstoneMoney) May 17, 2019
Ég í ríkinu: Get ég fengið skiptimiða.
Starfsm.: Ööö já já.
Réttir mér svo flöskurnar með skiptimiða: Svona, þá er 30 daga skilafrestur og svo ef það líða meira en 30 dagar þá tekuru bara miðann af og þá er hægt að skipta þessu innan árs.Ah, ég skil 🧐
— Heiður Anna (@heiduranna) May 17, 2019
Samræmist siðareglum Alþingis:
-Klúr öskur á almannafæri
-Gort um kaup og sölu embætta
-Ofbeldi
-Þráhyggjukennt skróp
-Skattaskjól
-FjárdrátturSamræmist EKKI siðareglum Alþingis:
-Að óska eftir rannsókn á augljósum fjárdrætti þingmanns.— Thorvaldur (@Valdikaldi) May 17, 2019
Fólk talar eins og fasteignaverð sé eitthvað galið á Íslandi, á meðan er hægt að kaupa þetta einbýlishús/glæpavettvang(?) á léttar 11 milljónir! pic.twitter.com/41vKwMVY81
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 16, 2019
Nú man ég afhverju ég hata að selja hluti á Facebook.
Auglýsing með myndum og linkum á sömu vöru í ikea:"Sófi til sölu á 15000 kr"
Einhver:"hvAð KOstAr sÓFinN?!?"
Annar:"eR hæGT Að SitJa í hOnUm?!"— Marilyn Rannson (@rannzig) May 16, 2019
Username-ið mitt var alltaf Sú stutta því ég er lágvaxin (sustutta) en ég var fljót að skipta þegar ég komst að því að allir heldu að nafnið vær SUS-tútta
— María Rós (@mariagustavs) May 16, 2019
Vitið þið hvar í heiminum fólk sefur verst?
Sevilla á Spáni.
Hehe.
— Árni Torfason (@arnitorfa) May 16, 2019
Pæliði í að @aslaugarna, sem er fáránlega klár, öflug, samviskusöm og frábær, þurfi bara í alvöru að sitja undir því að svona hálfvitar tali svona til hennar. Já, hún er vissulega yngri en SDG, en hún er svo sannarlega betur að sér um þriðja orkupakkann og áhrif hans en hann. pic.twitter.com/O8ZkDz2kA1
— Hildur Karen (@HildurKarenSv) May 16, 2019
Kommon aumingi prufaðu bara að vapea, það eru allir að því pic.twitter.com/azt7GZizHw
— Siffi 🙂 (@SiffiG) May 16, 2019
mjög spenntur fyrir nýju íslensku bíomyndinni þar sem allir eru á spítti og lenda síðan í vandræðum
— Tómas (@tommisteindors) May 15, 2019
John Oliver ræddi Hatara í þætti sínum

Spjallþáttastjórnandinn John Oliver ræddi Hatara töluvert í hinum vinsæla þætti, Last Week Tonight, í gærkvöldi. Oliver ræddi framgöngu Hatara á Eurovision í þætti sínum og lýsti atriðinu sem því mest sláandi sem tók þátt í Eurovision í ár. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
John Oliver virtist hrifinn af Hatara en hann ræddi hljómsveitina í upphafi þáttarins við mikla kátínu áhorfenda. Hann sagði frá því að Hatari hefði tekið þátt í Eurovision til þess að knésetja kapítalismann. Oliver minntist ekkert á það að Hatari hafa veifað palestínska fánanum á úrslitakvöldinu en birti brot úr skemmtilegum viðtölum við meðlimi sveitarinnar.
Hér má sjá brotin úr þættinum þar sem John Oliver ræðir Hatara
Engin vandræði á flugvellinum þegar Eurovision hópur Íslands lagði af stað heim

Íslenski hópurinn sem tók þátt í Eurovision í ár lagði af stað heim til Íslands í morgun. Felix Bergsson segir að engin vandamál hafi verið fyrir hópinn að fara í gegnum eftirlit á flugvellinum í Tel Aviv. Þetta kemur fram á mbl.is.
Sjá einnig: Hatarar héldu á Palestínufánanum þegar atkvæði Íslands voru tilkynnt
Flugvél íslenska hópsins fór í loftið frá Ben Gurion flugvellinum á áttunda tímanum í morgun. Einhverjir bjuggust við veseni á heimleið hópsins en norskur dansari úr föruneyti söngkonunnar Madonnu sætti yfirheyrslum í tæpar tvær klukkustundir á flugvellinum í gær. Dansarinn Mona Berntsen bar Palestínu fánann á bakinu þegar hún dansaði með Madonnu á lokakvöldinu.
Á vef RÚV í morgun var greint frá því að það einu vandamálin sem komu upp voru tengd yfirvigt og þá var Klemens Hannigan kallaður upp í kallkerfi flugvallarins til þess að útskýra saumavél í ferðatösku sem var merkt honum.
Hér eru myndirnar sem slógu í gegn á Instagram um helgina:„No fake friends only fake fur“

Nútíminn tók saman helstu myndirnar sem sópuðu til sín lækum á Instagram um helgina. Sjáðu myndirnar hér að neðan.
Sjá einnig: Hérna eru öll bestu og fyndnustu tíst vikunnar sem tengjast Eurovision ekki neitt
Jóhanna Guðrún er þakklát fyrir Júróvisíon:
Hildur María fór á ströndina:
Dóra Júlía hélt með Hatara:
Hundurinn hennar Alexöndru hélt upp á afmælið sitt:
Auðunn Blöndal tilkynnti fjölgun:
Bubbi er klár í sólina:
Kristbjörg og Aron flott á Mykonos:
Brynja Dan fór á Backstreet boys í París:
Dóttir Jóns Daða fékk nafn:
Glæsileg fjölskylda:
Svala og kærastinn í LA:
Starkaður er Uglumaðurinn:
Eva Ruza og family tóku þetta alla leið:
Rikka fór á kayak:
Jón Jónsson átti 10 ára útskriftarafmæli:
Katrín Edda og kærastinn fóru til London:
Gréta Salóme fór glöð inn í helgina:
Andrea í morgunkaffi hjá Elísabetu Gunnars:
Reynir tók rúnt með fylgjendum í Vestmannaeyjum:
Unnur Eggerts í LA:
Lilja Alfreðs ræðir uppátæki Hatara: „Þeir hafa auðvitað fullt frelsi til að tjá sig“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að gjörningur Hatara á lokakvöldi Eurovision, vera á ábyrgð listamannanna. Hún varar við því að stjórnmálamenn fari að skipta sér af listinni og er þeirrar skoðunar að listamenn, eins og meðlimir Hatara, verði að fá að njóta listræns frelsis. Þetta kemur fram á Vísi.
Sjá einnig: Hatarar héldu á Palestínufánanum þegar atkvæði Ísland voru tilkynnt
Meðlimir Hatara héldu Palestínufánanum á lofti á lokakvöldi Eurovision en athæfið hefur vakið athygli um allan heim. Lilja Alfreðsdóttir var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hún ræddi atvikið.
Hún segist vona að uppátækið fái efnislega meðferð hjá Samtökum evrópskra sjónvarpsstöðva. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu eftir keppnina þar sem kom fram að uppátækið yrði rannsakað og Íslendingar gætu átt yfir höfði sér refsingu.
Lilja bendir á að skoðanir fulltrúanna sem keppa í Eurovision þurfi ekki endilega að endurspegla skoðanir þjóðarinnar. Þeir séu einstaklingar sem hafa fullt frelsi til að tjá sig.
Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Lilju úr Bítinu
Katrín Jakobsdóttir um Hatara: „Veifa fána ríkis sem við höfum viðurkennt sem fullvalda ríki“

Katrín Jakobsdóttir segir að Hatarar hafi einfaldlega nýtt tjáningarfrelsi sitt þegar þeir veifuðu fána Palestínu á lokakvöldi Eurovision. Þetta kemur fram á mbl.is
Sjá einnig: Lilja Alfreðs ræðir uppátæki Hatara: „Þeir hafa auðvitað fullt frelsi til að tjá sig“
Katrín segist vera talsmaður tjáningafrelsis og hún telji það mjög mikilvægt þegar blaðamaður mbl.is spurði hana um uppátæki Hatara. Hún bendir á að Íslendingar hafi viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki.
„Þeir nýttu tjáningarfrelsi sitt þarna til að veifa fána ríkis sem við höfum viðurkennt sem fullvalda ríki,“ segir Katrín í samtali við mbl.is þar sem kemur fram að hún hafi hljómað róleg yfir málinu. og hljómar nokkuð róleg yfir uppátækinu öllu saman.
Guðni Th. kvartar ekki yfir uppátæki Hatara: „Þetta eru ljúfir drengir og kunna að láta á sér bera“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að hann þurfi blessunarlega ekki að hafa opinbera skoðun á uppátæki Hatara á lokakvöldi Eurovision. Þetta kemur fram á vef mbl.is í dag.
Sjá einnig: Lilja Alfreðs ræðir uppátæki Hatara: „Þeir hafa auðvitað fullt frelsi til að tjá sig“
„Þetta eru ljúfir drengir og kunna að láta á sér bera, það er ekkert yfir því að kvarta,“ bætir hann við. Guðni horfði á upphafið af atriði Hatara í símanum sínum í Kanada en náði ekki að klára atriðið vegna lélegs netsambands þar sem hann var staddur í Manitoba-ríki í Kanada.
Hann segir að Íslendingar geti verið sáttir með tíunda sætið.
Höturum fagnað við heimkomuna

Íslenski Eurovisionhópurinn lenti á Íslandi í gærkvöldi eftir ævintýralega ferð til Ísrael þar sem Hatari endaði í 10. sæti Eurovision og vakti gífurlega athygli fyrir að veifa fánum Palestínu í beinni útsendingu.
Sjá einnig: Guðni Th. kvartar ekki yfir uppátæki Hatara: „Þetta eru ljúfir drengir og kunna að láta á sér bera“
Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, tók á móti hópnum ásamt fjölda annarra gesta, þar á meðal meðlimum úr félaginu Ísland-Palestína, sem voru mætt til að fagna Hatara.
Matthías Tryggvi Haraldsson og Klemens Nikulásson Hannigan, söngvarar Hatara, sögðust vera ánægðir með árangurinn við heimkomuna. Klemens viðurkenndi þó að markmiðið hefði alltaf verið að ná fyrsta sætinu, þannig hefði mesta dagskrárveldið náðst.
Húðflúraði nafn Sunnevu Einars á sig: „Ég er í áfalli sko“

Orri Einarsson, einn af meðlimum Áttunnar, húðflúraði nafn kollega síns, Sunnevu Einarsdóttir á sig við tökur á nýjasta þætti af Instagram Íslands, sem er í umsjón Áttunnar.
Sjá einnig: Sunneva hitti Jennifer Lopez í Las Vegas: „Kemst ekki yfir hversu fullkomin hún er“
Uppátæki Orra virtist koma Sunnevu á óvart en hún trúði því ekki að þetta væri satt og reyndi að þurrka húðflúrið af. Hún greindi frá þessu á sínu eigin Instagram þar sem hún sagði fylgjendum sínum frá því að húðflúrið væri alvöru og að hún hafi spurt Orra um 200 sinnum hvort það væri ekki í lagi með hann.
„En ég er byrjuð að brainstorma cover-up. Don‘t get me wrong, ég er mjög honored að einhver skuli setja nafnið mitt á líkama sinn þetta er bara. Ég er í áfalli sko, why?“ Sagði Sunneva Einars á Instagram.
Hatarar fengu „verstu“ sætin í flugvélinni frá Ísrael vegna mótmælanna: „Svölu krakkarnir sitja aftast“

Flugvallarstarfsmenn á flugvellinum í Tel Aviv montuðu sig af því á netinu að hafa sett meðlimi Hatara í verstu sætin þegar hópurinn flaug frá Tel Aviv til London. Einar Stefánsson, trommari Hatara, greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni. Hann deilir færslu frá manni að nafni Daher Dahli sem segir frá því að starfsmenn ísraelska flugfélagsins El Al hafi montað sig yfir því að hafa úthlutað Hatara verstu sætunum.
Einar er þó rólegur yfir þessu öllu saman en hann þakkar flugfélaginu fyrir meðferðina og bendir á að svölu krakkarnir sitji aftast. Felix Bergson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins er ekki eins ánægður með framgöngu flugvallastarfsmannanna en hann segir í samtali við Morgunblaðið í morgun að þetta hafi farið fyrir brjóstið á honum.
Felix segir við Morgunblaðið að hópurinn ætli sér að skoða málið nánar á næstu dögum og gera athugasemdir.
Norðurstrandarleiðin í þriðja sæti hjá Lonely Planet yfir bestu áfangastaði Evrópu

Breski ferðavísirinn Lonely Planet birti í dag árlegan lista yfir tíu mest spennandi áfangastaði Evrópu. Norðurstrandarleiðin á Íslandi er í þriðja sæti listans.
Norðurstrandarleiðin, sem kallast á ensku Arctic Coast Way, opnar formlega í næsta mánuði en um er að ræða 900 kílómetra langa leið meðfram Norðurströnd Íslands sem teygir sig inn í land og út til fjögurra eyja, þar á meðal Grímseyjar og Hríseyjar.
Á heimasíðu Markaðsstofu Norðurlands segir um leiðina: „Með 21 bæ eða þorpi og fjórum eyjum sem auðveldlega er að hægt að komast út í með bát eða ferju. Ferðafólk sem fer þessa leið fær tækifæri til að ná betri tengslum við náttúruna, litskrúðugt menningarlíf og einnig hið daglegt amstur þeirra sem búa í nálægt við norðurheimskautsbauginn.“
Lista Lonely Planet yfir tíu bestu eða áhugaverðustu áfangastaðina í Evrópu 2019 má skoða hér.
Tíu bestu áfangastaðirnir í Evrópu, að mati Lonely Planet, eru eftirfarandi:
Tatras-fjöll
Madríd
Norðurstrandarleiðin
Hersegóvína
Barí á Ítalíu
Hjaltlandseyjar
Lyon í Frakklandi
Liechstenstein
Vevey í Sviss
Istria í Króatíu
Celine Dion og James Corden sungu Baby Shark í bílakarókí – Sjáðu myndbandið

Kanadíska söngkonan Celine Dion var gestur James Corden í nýjasta bílakarókíi hans. Þau sungu saman öll hennar vinsælustu lög ásamt því að Corden kenndi henni lagið Baby Shark sem hefur slegið í gegn undanfarið.
Að sjálfsögðu taka þau einnig lagið My Heart Will Go On úr kvikmyndinni Titanic ásamt fleiri klassískum lögum úr safni Celine Dion. Myndbandið er tekið upp í Las Vegas og er stórskemmtilegt.
Sjá einnig: Cardi B fór á kostum í bílakarókí hjá Corden
Hvítur, hvítur dagur meðal mest umtöluðu mynda í Cannes

Nýjasta kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur, hefur hlotið mikið lof og fengið frábæra dóma hjá stærstu erlendu kvikmyndamiðlunum í framhaldi af frumsýningu sinni á Cannes kvikmyndahátíðinni í Frakklandi sem nú er haldin í 72.sinn.
Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni Svansson, segir frumsýninguna hafa gengið vonum framar. „Það var spenna í loftinu og mikið hlegið, en einnig féllu tár víðsvegar um salinn og svo var standandi lófaklapp yfir allan kreditlistann. Við höfum fengið gífurlega mikla athygli í framhaldinu og því verið fleygt fram t.a.m. í kvikmyndavefritum EKKO og MUBI að myndin sé ein sú sterkasta á hátíðinni til þessa.“ Blaðamaður Screen International, Wendy Mitchell, hefur einnig sagt á samfélagsmiðlum að myndin sé meðal þeirra mest umtöluðu á hátíðinni.
Gagnrýnandi Hollywood Reporter segir að myndin sé „kröftug og frumlega úthugsuð“ og fer einnig fögrum orðum um aðalleikara myndarinnar, Ingvar Sigurðsson, en gagnrýnendur hafa verið að lofa hann hástert fyrir hlutverk sitt í myndinni. „Ingimundur er heillandi og áhugaverður karakter, meistaralega dreginn upp af Ingvari Sigurðssyni“ segir í Screen International, og ennfremur að myndin sjálf sé „sjónrænt grípandi og áhrifamikil“. Gagnrýnandi MUBI segir myndina vera „sú mest taugatrekkjandi og tilfinningaríka upplifunin til þessa“ og að hann sjái fyrir sér að frammistaða Ingvars eigi eftir að sitja í honum lengi vel eftir að hátíðin nær enda.
Myndin fjallar um lögreglustjórann Ingimund sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Hann einbeitir sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst.
Með önnur helstu hlutverk myndarinnar fara þau Ída Mekkín Hlynsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Elma Stefanía Ágústsdóttir, Haraldur Ari Stefánsson, Laufey Elíasdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Arnmundur Ernst Bachman, Þór Tulinius og Sverrir Þór Sverrisson. Myndin er framleidd af Join Motion Pictures og Sena sér um dreifingu hennar á Íslandi.
Hvítur, hvítur dagur er önnur kvikmynd Hlyns Pálmasonar í fullri lengd á eftir hinni dönsk/íslensku Vetrarbræður, sem kom út árið 2017 og fór sigurför um heiminn í kjölfar heimsfrumsýningu í aðalkeppni Locarno kvikmyndahátíðarinnar í Sviss. Hvítur, hvítur dagur verður frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi 6. september.
“A tale of spellbinding and perturbing beauty”
“Cannes hasn’t even reached its midpoint yet, but (…) Pálmason’s second feature stands as the most disquieting and touching experience so far—and (…) something tells me I shall return to Sigurdsson’s performance a long after my time here will come to a close.”
MUBI
“Visually arresting and emotionally rewarding”
“Ingimundur is a fascinating character, splendidly portrayed by Ingvar Sigurðsson”
Screen International
“Powerful and freshly thought-out”
“Sigurdsson commandingly holds center screen throughout”
The Hollywood Reporter