
Ísland er Evrópumeistari í fjölda klamydíusmita og sex manns smitast af sjúkdómnum á dag.
Sveppi, Helga Braga og Páll Óskar eru á meðal þeirra sem koma fram sem sáðfrumur í nýjum smokkaleik sem fór í loftið í vikunni. Búið er að sækja leikinn oftar en 4.000 sinnum en spilarar geta unnið til verðlauna ásamt því að fræðast um mikilvægi smokksins.
Sjáðu myndband af Sveppa sem sáðfrumu hér fyrir neðan.
Smokkaleikurinn er ókeypis og sérstakt mót stendur til 21. desember. Leikmenn geta einnig sent fyrirspurnir til sérfræðinga í gegnum leikinn. Þeir svara í fullum trúnaði um allt sem viðkemur mikilvægi smokksins og kynsjúkdómum.
Hér má horfa á myndbrot úr sjálfum leiknum:
Og hér sjáum við Sveppa sáðfrumu.
Þessi frétt Svona myndi Sveppi líta út sem sáðfruma, Ísland Evrópumeistari í klamydíusmiti birtist fyrst á Nútíminn.