Quantcast
Channel: Fólk – Nútíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880

Klöppuðu í sjö mínútur eftir frumsýningu Once Upon A Time In Hollywood á Cannes

$
0
0

Nýjasta kvikmynd Quentin Tarantino var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í gær. Áhorfendur stóðu upp og klöppuðu samfleytt í sjö mínútur eftir að kvikmyndinni lauk.

Sjá einnig: Hvítur, hvítur dagur meðal mest umtöluðu mynda í Cannes

Myndin er sú níunda sem Tarantino leikstýrir og sú fyrsta sem er sýnd á Cannes hátíðinni síðan Inglourious Basterds árið 2009. Myndin fjallar um morð Manson-klíkunnar á Sharon Tate en margir af frægustu leikurum Hollywood leika í myndinni. Margot Robbie, Dakota Fanning, Brad Pitt, Leonardo DiCaprio og Al Pacino eru á meðal leikara í myndinni.

Sjá einnig: María Birta leikur Playboy kanínu í nýjustu kvikmynd Tarantino

Fyrir frumsýningu myndarinnar á Cannes var gefinn út önnur stiklan fyrir myndina sem beðið er eftir með mikilli eftirvæntingu. Viðbrögðin á Cannes munu ekki minnka spennu kvikmyndaaðdáenda.

Sjáðu nýju stikluna 

 
Source: Nútíminn

Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880