Quantcast
Channel: Fólk – Nútíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880

The Black Eyed Peas, Patti Smith og The Sugarhill Gang á Secret Solstice

$
0
0

Secret Solstice kynnti í dag nýja listamenn sem koma fram á hátíðinni í sumar. Hip/hop grúbban The Black Eyed Peas kemur á hátíðina en þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin mætir til Íslands.

Pönk rokk drottningin Patti Smith kemur einnig fram ásamt goðsagnakenndu rappsveitinni The Sugarhill Gang.

Þá bætast við 20 aðrir listamenn, þeirra á meðal eru Sólstafir, Vök og Hatari ásamt rjómanum af heitustu röppurum landins í dag. Þeirra á meðal eru Jói Pé og Króli, Flóni, Joey Christ, Sturla Atlas ásamt fleirum.

Hægt er að kynna sér alla þá listamenn sem koma fram á hátíðinni á www.secretsolstice.is. Þriðja og síðasta tilkynning hátíðarinnar verður kynnt fljótlega.

The Black Eyed Peas

Patti Smith

The Sugarhill Gang

 
Source: Nútíminn

Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880