
Michael Cohen, kallaði Donald Trump Bandaríkjaforseta kynþáttahatara og svikara í vitnisburði sínum fyrir Bandaríkjaþingi í dag.
Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi í desember í fyrra fyrir að hafa borið fé á þær Stormy Daniels og Karen McDougal svo þær segðu ekki frá kynferðislegu sambandi þeirra við Donald Trump. Cohen var einnig dæmdur fyrir að brjóta löggjöf um fjárframlög til kosningabaráttu, fyrir að svíkja undan skatti, og fyrir ranga upplýsingagjöf til fjármálastofnana.
Cohen sýndi þingnefndinni í dag afrit af ávísun upp á 35.000 bandaríska dollara sem hann segir Trump hafa borgað sér fyrir Stormy Daniels og Karen McDougal málið.
Donald Trump var fljótur að svara fyrir sig á Twitter og sakaði Cohen um að bera ljúgvitni gegn sér.
Michael Cohen was one of many lawyers who represented me (unfortunately). He had other clients also. He was just disbarred by the State Supreme Court for lying & fraud. He did bad things unrelated to Trump. He is lying in order to reduce his prison time. Using Crooked’s lawyer!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 27, 2019
Hægt er að fylgjast með vitnisburðinum á vefsíðu Guardian.