
Vodafone hefur afsalað sér réttinum á kassamerkinu #12stig og beðist afsökunar á að hafa tryggt sér réttinn á því. Fyrirtækið lýsti því yfir á Twitter rétt í þessu. Aðdáendaklúbbur Eurovision á Íslandi fær kassamerkið.
Vodafone á Íslandi fékk á dögunum #12stig skráð sem vörumerki, eins og fram kom á Nútímanum fyrir helgi. Nokkur titringur hefur verið yfir þessari ákvörðun fyrirtækisins á Twitter, þar sem kassamerkið nýtur jafnan gríðarlegra vinsælda á meðan Eurovision stendur yfir.
Hér má sjá yfirlýsinguna frá Vodafone.
Með #12stig … Okkur finnst þetta leiðinlegt og biðjumst afsökunar. #takkfyriráminninguna 1/4
— Vodafone á Íslandi (@vodafoneis) October 28, 2015
Skráningin var hugsuð v. styrktarverkefna fyrir Eurovison en kom ekki þannig út. Við elskum #12stig og viljum því allt það besta. 2/4
— Vodafone á Íslandi (@vodafoneis) October 28, 2015
Við heyrum í ykkur og ætlum að afsala okkur réttinum á #12stig. Láta hann falla niður eða gefa @IS_eurovision það. Hvað finnst ykkur? 3/4
— Vodafone á Íslandi (@vodafoneis) October 28, 2015
En allavega. Sorrý öllsömul. Lifi Twitter, Eurovision og #12stig! 4/4
— Vodafone á Íslandi (@vodafoneis) October 28, 2015
Eins og fram kom á Nútímanum fyrr í vikunni þá var það íþróttafréttamaðurinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson sem notaði kassamerkið fyrstur í þessari færslu þann 14. mars árið 2011. Var það í svari til Tómasar Þórs Þórðarsonar, sem starfar í dag með Eiríki á íþróttadeild 365.
Þessi frétt Vodafone afsalar sér réttinum á kassamerkinu #12stig: „Sorrý öllsömul“ birtist fyrst á Nútíminn.