
Alvarlegt umferðarslys varð við Núpsvötn á Skeiðarársandi um tíuleytið í morgun. Sjö manns voru í bílnum en af þeim eru fjórir látnir. Hinir 3 eru alvarlega slasaðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.
Stjórnstöð almannavarna á Suðurlandi hefur verið virkjuð í Björgunarmiðstöðinni við Árveg á Selfossi. Suðurlandsvegur er lokaður og ljóst að svo verður eitthvað fram eftir degi vegna vinnu við björgun og rannsókn vettvangs.
Uppfært: Lögreglan hefur leiðrétt upprunalegu tilkynningu sína. Þrír eru látnir en hinir fjórir alvarlega slasaðir.
Source: Nútíminn