
Landsliðsmennirnir Arnór Ingvi Traustason og Ragnar Sigurðsson fóru á skeljarnar í dag og eru nú lofaðir menn. Þeir greindu báðir frá þessu á Instagram.
Arnór Ingvi sem leikur með Malmö í Svíþjóð bað kærustu sinnar, Andreu Rafnar en þau eiga von á barni snemma á næsta ári.
Þá bað Ragnar Sigurðsson sem leikur með Rostvo í Rússlandi, kærustu sinnar Alenu.
Source: Nútíminn