Quantcast
Channel: Fólk – Nútíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880

Sagan á bakvið Íslandsferð Justins Bieber í haust, skyndiákvörðun sem vatt upp á sig

$
0
0

Ljósmyndarinn Rory Kramer segir söguna á bakvið myndbandið við lagið I’ll Show You með Justin Beiber í viðtali á vef Marriott Traveler. Kramer er nokkurs konar hirðljósmyndari Bieber og leikstýrði myndbandinu sem var tekið upp hér á landi í haust.

Sagan hefst í Grikklandi þar sem Bieber var í hljóðveri að leggja lokahönd á plötuna Purpose. Kramer spurði Bieber hvert hann hafði aldrei komið en dreymdi um að fara. Svarið var Ísland.

Bieber og félagar ákváðu með skömmum fyrirvara að millilenda á Íslandi á leiðinni aftur til Bandaríkjanna og tóku þeir ljósmyndarann Chris Burkard með sér.

Kramer segir að þegar þeir félagar byrjuðu að keyra um þjóðveginn hafi þeir viljað stoppa allstaðar; náttúrufegurðin var slík.

Það steig gufa upp úr jörðinni, hæðirnar voru mosagrónar og fossarnir stórkostlegir. Þetta var eins og að horfa á fallegt sólarlag — manni langar bara að dást af því og láta hugann reika.

Kramer segir að þegar hann tók myndefnið upp hafi ekki verið búið að ákveða að nota það í tónlistarmyndband. Það var ekki fyrr en á leiðinni heim að þeir mátuðu lagið I’ll Show You við myndefnið og bingó. Þetta passaði fullkomlega.

„Það fallega við myndbandið er að þetta er í alvöru Justin. Hann er ekki að leika. Hann er bara að vera hann sjálfur. Að vera hamingjusamur. Lifandi,“ segir hann.

Sjá einnig: Miðar á Justin Bieber fljúga út, eftirspurnin miklu miklu miklu meiri en framboðið

Kramer segir að ljósmyndari hafi byrjað að elta Bieber á meðan á ferðalaginu stóð. Þeir báðu hann um að bíða með að birta myndirnar í nokkra daga, sem ljósmyndarinn samþykkti.

Myndbandið hefur slegið í gegn en búið er að horfa á það næstum því 100 milljón sinnum á Youtube og Kramer segist hafa fengið mörg skilaboð frá fólki sem segist vilja fara til Íslands eftir að hafa séð myndbandið.

 
Source: Nútíminn

Þessi frétt Sagan á bakvið Íslandsferð Justins Bieber í haust, skyndiákvörðun sem vatt upp á sig birtist fyrst á Nútíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880