
Ef þú svaraðir spurningunni hér fyrir ofan játandi gæti draumurinn orðið að veruleika.
Fjallabræður eru í jólaskapi þessa dagana og í miklum ham eftir útgáfutónleika plötunnar Hosiló. Af því tilefni langar þá að gleðja heppinn lesanda Nútímans á sunnudaginn með því að mæta heim til viðkomandi og taka lagið. Eins og myndbandið hér fyrir ofan sýnir eru þeir mikil jólabörn.
Leikurinn er einfaldur:
Það skiptir engu máli hversu stór stofan þín er. Eina sem þú þarft að gera er að skilja eftir athugasemd hér fyrir neðan með uppáhaldsjólalaginu þínu og þú ert komin/n í pottinn. Við drögum svo á morgun (föstudag) og Fjallabræður mæta galvaskir til vinningshafans á sunnudaginn klukkan 15. Athugið að þátttakendur þurfa að vera á höfuðborgarsvæðinu.
Fjallabróðirinn Stefán hvetur fólk til að taka þátt. „Endilega skráðu þig í leikinn og fáðu karlakór heim í stofu. Við erum vanir litlum plássum,“ segir hann.
Þessi frétt Fjallabræður syngja heima hjá heppnum lesanda Nútímans, eru vanir litlum plássum birtist fyrst á Nútíminn.