Quantcast
Channel: Fólk – Nútíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880

Uppnám í Egilshöll þegar frumsýning á Star Wars hikstaði: „Við erum í rusli yfir þessu“

$
0
0

Eitthvað fór úrskeiðis þegar nýjasta Star Wars myndin, The Force Awakenes, var sýnd í Sambíói í Egilshöll í nótt. Sýning myndarinnar stoppaði ítrekað, jafnvel á hádramatískum augnablikum, og kvikmyndagestir voru afar ósáttir. Þetta kemur fram á mbl.is.

Aðdáendur Star Wars-myndanna hafa beðið eftir nýju myndinni með mikilli eftirvæntingu. Það urðu því margir reiðir þegar um tíu mínútur voru eftir af myndinni í Egilshöll í nótt og sýningin stoppaði. Samkvæmt frétt mbl.is var aðeins stillmynd í 10 til 15 sekúndur.

Myndin stoppaði svo sjö til átta sinnum í viðbót og nokkrum sinnum á dramatískum augnablikum, samkvæmt frétt mbl.is. Reiðir áhorfendur létu í sér heyra og mbl.is vitnar í einn sem hitti naglann á höfuðið þegar hann spurði: „Er verið að streama þessu? Enginn starfsmaður útskýrði hvað hafði farið úrskeiðis eftir sýninguna og ósáttir kvikmyndagestir fengu enga afsökunarbeiðni.

Björn Ásberg Árnason, framkvæmdastjóri hjá Sambíóunum, segist í samtali við Vísi vera í rusli yfir málinu.

Við erum með mjög fullkomnar græjur sem keyra þetta áfram og við vitum ekki alveg hvað gerðist. Fyrirtækið sem sér um uppsetningu og sinnir viðhaldi á þessum vélum í Bretlandi er að skrá sig inn í kerfið núna til að kanna hvað gerðist.“

Hann segir á Vísi að þeir sem geti sýnt að þeir hafi verið með miða á þessa sýningu geti haft samband við Sambíóin og fengið nýjan miða á myndina. „Skiljanlega var fólk pirrað sem hafði beðið eftir myndinni í áraraðir,“ segir hann.

 
Source: Nútíminn

Þessi frétt Uppnám í Egilshöll þegar frumsýning á Star Wars hikstaði: „Við erum í rusli yfir þessu“ birtist fyrst á Nútíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880