Quantcast
Channel: Fólk – Nútíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880

Við fórum á sjálfkeyrandi Teslu frá miðborginni upp í Mosfellsbæ og lifðum það af

$
0
0

Nýjasta uppfærslan í Tesla-rafbílnum er nokkurs konar sjálfstýring. Ansi magnað. Kristín Pétursdóttir, útsendari Nútímans, tók sénsinn og lét bílinn keyra sig frá miðborginni upp í Mosfellsbæ og til baka. Sjáðu hvernig það gekk í myndbandinu hér fyrir ofan.

Athugið að sérfræðingur var með í för og var tilbúinn að grípa í stýrið ef Kristín tók upp síma eða varalit. Nútíminn mælir að sjálfsögðu ekki með því að nokkur maður treysti sjálfstýringu á borð við þessari fyrir lífi sínu.

Búnaður­inn sam­an­stend­ur af radar sem er fram­an á bíln­um, mynda­vél í framrúðunni sem les af hraðaskilt­un­um í um­ferðinni, ná­lægðarskynj­ur­um sem eru með són­ar og svo nýt­ir tækn­in einnig GPS-punkta.

Búnaðurinn auðveldar ökumanninum að skipta um ak­rein en bíll­inn ger­ir það sjálf­ur þegar færi gefst ef ökumaðurinn hefur gefið hon­um merki. Þá les búnaður­inn um­ferðina sem framund­an er og get­ur miðað hraðann út frá því.

Búnaðurinn á að auka ör­yggi bíl­stjóra og farþega með því að vara við því ef farið er yfir á ranga ak­rein og taka í taum­ana nálg­ist hann kyrr­stæðan bíl of hratt.

Sverrir Bollason, umhverfisverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf, hélt erindi á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar í Hörpu um helgina um aðstæður fyrir sjálfakandi bíla á Íslandi. Hann segir í raun alla nýja bíla í dag vera hálfsjálfvirka að einhverju leyti og geti leyst afmörkuð verkefni, en að bílar sem geti alfarið séð um aksturinn séu væntanlegir.

Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!

 
Source: Nútíminn

Þessi frétt Við fórum á sjálfkeyrandi Teslu frá miðborginni upp í Mosfellsbæ og lifðum það af birtist fyrst á Nútíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880