
Justin Bieber hefur birt nýtt myndband frá Íslandi á Twitter-síðu sinni. Myndbandið er örstutt og sýnir að Bieber og félagar fóru víða á ferð sinni um landið. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.
Lagið I’ll Show You með Bieber hljómar undir í myndbandinu en það er að finna á næstu plötu kappans, Purpose, sem kemur út í nóvember. I’ll Show You kemur út á morgun og svo virðist sem myndbandið við lagið hafi verið tekið upp hér á landi.
Today. #IllShowYou #PURPOSE pic.twitter.com/8P2To5jVVU
— Justin Bieber (@justinbieber) November 1, 2015
Bieber kom til landsins í september. Ásamt félögum hans og fylgdarliði var ljósmyndarinn Chris Burkard með í för. Hann er fastagestur hér á landi og heldur úti ansi glæsilegri instagram-síðu til marks um það og fleiri ævintýraleg ferðalög.
Eins og Nútíminn greindi frá var Bieber á ferðinni í Reykjanesbæ ásamt her lífvarða og nokkrum vinum sínum og kom meðal annars við Lemon og Subway.
Ýmislegt gekk á en skömmu eftir að hann yfirgaf Subway birtist á netinu mynd af honum sem virtist vera úr öryggismyndavél staðarins.
Taktu prófið! Hvað veistu um Justin Bieber?
Í svari Subway við fyrirspurn notanda á Facebook kemur fram að það sé alls ekki í lagi en persónuverndarlög gilda um notkun slíkra mynda opinberlega. Starfsfólk staðarins fékk tiltal.
Þessi frétt Justin Bieber birtir nýtt myndband frá Íslandi, kynnir nýja plötu með svipmyndum frá ferðalaginu birtist fyrst á Nútíminn.