
Það er komið að Twitter pakka vikunnar hér á Nútímanum og að vanda er sannkölluð veisla á boðstólnum.
Tilgangslausasta gönguferð ævi minnar var foreldrarölt í Hlíðunum. Á meðan ég vappaði blá af kulda í kringum Suðurver, með fólki sem ég hefði aldrei umgengist sjálfviljug, voru börnin mín heima í tölvuleik.
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) October 27, 2019
Ég er ekki að segja að þessi norðurljós í kvöld hafi verið eitthvað mind blowing en ég var nokkrum smellum frá því að kaupa mér notaðan Sprinter inn á Brask og brall, rúnta á hótelin, pikka upp túrista og sýna þeim þetta frítt. Og já, það hefðu fylgt ókeypis smokkar með líka.
— Árni Helgason (@arnih) October 27, 2019
Mjög ung Pía á kaffihúsi við aðra mjög unga píu:
P1: Ætlaru á scooter í kvöld?
P2: JÁ!!! Ég veit samt ekkert hver hann er eða hvaða lög hann hefur gert
P1: hann er sko frekar nýr tónlistarmaður.
P2: já okey hlaut að vera.Nei.neineineineinei.
— Beta (@boneless_beta) October 26, 2019
Okokok leigubílstjórinn minn sagði að flughermirinn úti á Grandanum væri geggjaður og sumir vina hans hefðu farið að gráta eftir hann. Svo mælti hann með Jokernum í bíó, spurði mig út í Kokkál og sagðist aldrei hafa smakkað náttúruvín. Fleira var það ekki bæ
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) October 26, 2019
Bannaði kærustunni minni að tala við kettina eins og börn. Þeir eru karlmenn, fullorðnir, og þurfa að fara að haga sér samkvæmt því.
— Brynjólfur (@bvitaminid) October 26, 2019
Pabbi þegar ég djamma um helgar: það er nauðsynlegt að slaka smá á annað slagið, það þarf ekki alltaf að vera djamm!
Pabbi þegar ég er heima að slaka á um helgar: viltu ekki fara að hitta vini þína? kannski kíkja á barinn eða bjóða heim í spil og drykki🙂
Repeat að eilífu
— Eydís Sigfúsdóttir (@eydissigfusd) October 26, 2019
Verði ykkur að góðu pic.twitter.com/7dyeC8SCUN
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) October 26, 2019
Ekki gott merki að vera að bíða eftir mat á take away stað og maður heyrir hljóðið þegar verið er að stilla örbylgjuofn á 2 mín.
— Guðmunda Þóra Björg (@G_ThoraBjorg) October 26, 2019
Ég &Snædís ❤️
Ástin blómstrar skal ég segja ykkur, sögðum bæði hæ við hvort annað á tinder
Hún sagði þetta klassíska: ég er lítið hér inni addaðu mer a insta
Ég gerði það
Hún acceptaði en followaði ekki tilbaka
Unmatchaði mig svo á Tinder
Ég er þá bara farinn aftur í Fifa
— Albert Ingason. (@Snjalli) October 26, 2019
þessi auglýsing frá 1980 var alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér pic.twitter.com/PkITtOvcXy
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) October 26, 2019
Hurðin er biluð að framan og kærasta mín situr alltaf aftur í eins og ég sé að fara skutla henni á leikskólann pic.twitter.com/Iq1eyP3QJB
— Björn Leó (@Bjornleo) October 26, 2019
Orgíu jólaskrautið fæst í Rúmfatalagernum pic.twitter.com/8XPjdgZyzp
— Anna Guðjónsdóttir (@annagaua) October 26, 2019
Ég hér með legg til að þýðing Fréttablaðsins á orðinu dim sum/dumplings sem “smáhorn” verði gerð dauð og ómerk.
— Omar_O_Hauksson (@Omar_O_Hauksson) October 26, 2019
Hárvörurnar í Bónus eru svakalegar. Ég veit ekki hvort þetta sé gel eða afar fínar olíuvörur fyrir bílinn. pic.twitter.com/OONHe6P70G
— Bragi Þorgrímur (@bragitho1) October 26, 2019
Vinkaði barni í Fjarðarkaupum í gær og það fór að gráta, skemmst frá því að segja þá er sjálfstraustið er ennþá í molum😭
— Edda Pétursdóttir (@EddaPeturs) October 25, 2019
Við Sóley áttum playdate í dag með bekkjarbróður Sóleyjar.
Mamma hans: Would you like some coffee?
Ég: yes i’d love some coffee
Hún: Is it okay if I heat it up since this morning?
Ég í hausnum á mér: NEEEEEEIIIIII ERTU GEÐVEIK?! 🥴😭😱🤢Ég: oh yes that’s great thanks…
😑
— Margrét Björnsdóttir (@Margretbjorns) October 25, 2019
Mig langar að kaupa mér nammi í Hagkaup en nenni ekki að mála mig og finnst ekki koma til greina að fara ótilhöfð þangað. Ég mun verða eins og gömlu konurnar á Suðurlandi sem fóru alltaf í sundbol í sturtu til að finnast ekki naktar ef ske kynni að færust í jarðskjálfta.
— Karen Kjartansdottir (@karendrofn) October 25, 2019