
Almar Atlason hyggst yfirgefa kassann sem hann hefur dvalið í síðustu vikuna klukkan níu. Gjörningurinn hefur vakið gríðarlega athygli bæði hér heima og erlendis. Þúsundir hafa fylgst með honum á Youtube ásamt því að fjölmargir hafa lagt leið sína í Listaháskóla Íslands, þar sem kassinn er staðsettur.
Sjáðu Almar á lokasprettinum hér fyrir neðan.
Almar Atlasoner 23 ára myndlistarnemi. Verkefnið er hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla en hann er á fyrsta árinu sínu í LHÍ. Á Twitter hefur kassamerkið #nakinníkassa verið notað til að halda utan um líflega umræðu um gjörninginn.
Nútíminn tók saman níu tíst sem vöktu mikla athygli.
Haukur spáði fyrir um framtíðina
Þið vitið vonandi öll að #nakinníkassa á eftir að rúnka sér í kassanum. Ef ekki, þá lásuð þið það fyrst hér #ratings
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) December 2, 2015
Og fólk tók því sem gerðist með jafnaðargeði
lets face it, við hefðum öll endað með því að fróa okkur í þessum kassa #nakinníkassa
— Lovísa Rut (@lovisarutk) December 3, 2015
Jólaboðin eru framundan…
Sena úr jólaboði Frændi: „Fylgdust þið með þessum þarna [tyggur kjötbita] Almari [fær sér jólaöl] skíta og [ropar] fróa sér?“ #nakinníkassa
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) December 4, 2015
…En handrit Skaupsins var tilbúið áður en Almar fór í kassann
Vá hvað höfundar áramótaskaupsins hljóta að pirrast að #nakinníkassa sé svona seint á árinu – last minute stresstökur og ves
— Maria Gunnarsdottir (@mariakgun) November 30, 2015
Fólk hafði ýmislegt að segja
Almar #nakinníkassa þarf ekki að vakna snemma á morgun, ekki að fara út í stormi, ekki að skafa rúðurnar, ekki að…Fokkit, komið með kassa.
— Haukur d'Or Bragason (@Sentilmennid) November 30, 2015
Og sumt vakti mikla athygli
#nakinníkassa rúnkar sér í beinni, allir hressir. Stelpur bera á sér brjóstin og eru athyglissjúkar druslur, lauslátar og enda sem klám.
— Silja Björk (@SiljaBjork_) December 4, 2015
Almar eignaðist vini
Mér er í alvöru byrjað að þykja mjög vænt um Almar #nakinníkassa
— Anna Fríða (@AnnaFridaGisla) December 3, 2015
Ætlaði rétt svo að kíkja á Almar í andvökunni. Allt í einu er klst liðin. Veit ekki alveg en held við séum vinir núna #nakinníkassa
— Unnur Eggertsdóttir (@UnnurEggerts) December 1, 2015
En af hverju var þessi mynd ekki úti um allt?
Ok ég þurfti að lesa í gegn um allt #nakinníkassa til að staðfesta að enginn hafi notað þetta gif. Hvað er að ykkur? pic.twitter.com/ls85p6vrtG
— Krummi (@hrafnjonsson) December 1, 2015
Almar í beinni
Þessi frétt Bless kæri Almar, hér eru níu athyglisverðustu tístin um vikuna í kassanum birtist fyrst á Nútíminn.