
Fjarskiptafyrirtækið Nova eyddi út myndböndum sem grínistinn Dóri DNA birti á Snapchat-aðgangi þess í vikunni. Nova baðst einnig afsökunar á Facebook. Myndirnar vöktu hörð viðbrögð en á þeim má sjá þegar Dóri réttir börnum sínum leikfangavopn.
Pistill Sögu: Aðeins um lollið
Saga Garðarsdóttir, leikkona, grínisti og vinkona Dóra, kallaði í kjölfarið eftir samstöðu grínista gegn ritskoðun og birti pistil á Nútímanum þar sem hún gangrýndi ákvörðun Nova.
Næsta myndband ▶️ Almar allsber með gjörninginn sinn í The Truman Show
En hvenær má gera grín? Hvað finnst fólkinu? Pétur Kiernan, útsendari Nútímans, fór í Kringluna og kannaði málið.
Nútíminn gerði á dögunum samstarfssamning við framleiðslufyrirtækið Skot um framleiðslu á myndböndum. Þetta er því aðeins byrjunin. Á næstunni birtum við miklu fleiri myndbönd um hvað sem er. Við erum rétt að byrja — fylgist með!
Þessi frétt „Ég myndi ekki láta börnin mín fá hníf og byssu“ birtist fyrst á Nútíminn.