
Gjörningur Almars Atlasonar hefur vakið gríðarlega athygli, hér heima og erlendis. Þúsundir hafa fylgst með útsendingunni á Youtube og sumir hafa talað um að þeim líði eins og Christof, persónu Ed Harris, í kvikmyndinni The Truman Show. En hvað ef Almar væri settur inn í Truman Show?
Í myndbandinu hér fyrir ofan fáum við að sjá akkúrat það: Almar í The Truman Show. Smá föstudagsgrín.
Sjá einnig: Almar fróaði sér í kassanum og beina útsendingin slitnaði, Twitter fylgist með
Almar er 23 ára myndlistarnemi. Verkefnið er hluti af lokaverkefni hans í námskeiðinu Leiðir og úrvinnsla en hann er á fyrsta árinu sínu í LHÍ. Hann hyggst dvelja í kassanum í viku.
Þessi frétt Almar allsber með gjörninginn sinn í The Truman Show, sjáðu myndbandið birtist fyrst á Nútíminn.