Quantcast
Channel: Fólk – Nútíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880

Höfum við Íslendingar minni á við gullfiska?

$
0
0

Nýlega birtist frétt á Mbl.is um nýjasta riddara götunnar, hann Svein Andra. Sveinn Andri hefur nýlega keypt sér nýjan hvítan Range Rover. Höfum við Íslendingar minni á við gullfiska? Við virðumst gleyma því ansi fljótt að Sveinn Andri er ekki maður sem ætti að fá athygli fyrir ný bílakaup eða nokkra athygli yfirhöfuð.

Fyrir nokkrum árum kom í ljós að okkar svokallaði riddari götunnar hefur á ferli sínum sem lögmaður sent óviðeigandi skilaboð á margar stelpur sem hafa haft samband við hann í lagalegum tilgangi. Hann sendi ekki aðeins óviðeigandi skilaboð og áreitti ungar stúlkur heldur gerði hann 16 ára gamla stelpu ófríska þegar hann var yfir fertugt! Sú stúlka kærði hann fyrir tælingu, en málið eins og svo mörg hér á landi var fellt niður.

Kæru Íslendingar. Ísland er talið besta land í heimi fyrir konur. Þegar við veitum manni eins og honum athygli fyrir það að kaupa sér flottan bíl þá þurfum við að hugsa okkar gang. Maður eins og Sveinn Andri ætti ekki að fá slíka athygli og ekki vera settur á einhvern háan hest. Hver er siðferðisleg ábyrgð fjölmiðla að skrifa greinar eins og þessa? Sveinn Andri er lögmaður sem hefur oftar en einu sinni unnið við það að verja gerendur kynferðisofbeldis og gengið það langt að færa baráttuna úr vörn í sókn gegn þolendum.

Við skulum heldur ekki gleyma því að tæling á barni, yngra en 18 ára, með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt, telst lögbrot í almennum hegningarlögum og varðar allt að 4 ára fangelsi. En langfæst kynferðisbrotamál og þá sérstaklega mál gegn börnum enda með dómi. Sveinn Andri hefur ítrekað reynt að tæla ungar stúlkur með til dæmis eignum sínum og áfengi. Hægt er að lesa betur um málið hér:

Lögmaður eins og Sveinn Andri ætti aldrei að fá að verja kynferðisafbrotamenn. Er leyfilegt fyrir bankaræningja að verja annan bankaræningja? Ef svo er, er það siðferðislega rétt?

Er Íslendingum það sama um þolendur ofbeldis að eftir nokkur ár er allt gleymt og grafið og manninum hrósað á einum af virtustu fjölmiðlasíðum landsins fyrir það að eiga flottan bíl!

Að vera kallaður riddari er heiður, við skulum ekki gefa manni eins og Sveini Andra þann heiður.

 
Source: Nútíminn

Viewing all articles
Browse latest Browse all 1880